146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[14:25]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar eiginlega mest að segja amen á eftir efninu og bæta því svo við að það sem við þurfum að gera er að skipta því sem við höfum jafnara. Það held ég að sé það eina sem við getum gert ef okkur á að verða eitthvað ágengt. Mér finnst það óskaplega dapurlegt þegar í ljós kemur að svona meginplagg frá hæstv. ríkisstjórn tekur ekkert mið af loftslagsmálunum. Hér á eftir verður innleiðing á EES-máli sem varðar einnota umbúðir. Það er gott og vel. Auðvitað eigum við að innleiða svoleiðis tilskipanir og setja okkur stefnu í umhverfismálum en við verðum líka að gera það í stóru málunum. Mér finnst það mjög dapurlegt hvernig þessi ríkisstjórn hefur kolfallið á því prófi.