146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:04]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég verð reyndar að viðurkenna að því er öðruvísi farið með mig en hv. þm. Smára McCarthy og félaga minn, mér finnst afskaplega gaman að tala við sjálfan mig [Hlátur í þingsal.] og geri mikið af því þegar ég geng fram dali og upp á fjöll.

En svo ég haldi nú áfram með listann frá því áðan. Ég hafði orð á því að í 21. sæti væri Óttarr Proppé. Það var rangt. Hann er núna dottinn niður í 22. sæti því ég er kominn upp fyrir hann. Fyrsti óbreytti þingmaður stjórnarmeirihlutans er Brynjar Níelsson í 25. sæti. Pawel Bartoszek kemur á hæla hans í 28. Virðulegur forseti sem situr hér að baki mér, Teitur Björn Einarsson, er í 29. sæti. Jón Gunnarsson er í 30. sæti. Hv. formaður fjárlaganefndar (Forseti hringir.) sem hér er leitað dyrum og dyngjum, Haraldur Benediktsson er í 31. sæti. (Forseti hringir.) Ég skal glaður halda áfram með listann á eftir.