146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

áform um sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum.

[15:42]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Dropi í hafið er nú kannski ekki mjög nákvæm mælieining, en 35 milljarðar á ári eru nokkuð nákvæm tala og rúmlega 35 milljarðar eru aðrgreiðslur frá bönkunum í dag. Bara arðgreiðslurnar frá bönkunum eru sem sagt rúmlega það sem gert er ráð fyrir á tímabili fjármálastefnunnar. Þó að við seldum þær ekki værum við búin að uppfylla 100% það markmið sem sett er, þ.e. að verja 35 milljörðum á ári í tekjur af þessum eignum til niðurgreiðslu skulda. Það er nú ekki flóknara en það. Ég get alveg komið og skýrt þetta út nokkrum sinnum enn. En svona er það. (Gripið fram í.) Það er þannig — við getum alveg rætt það að eigendastefna ríkisins hefur líka verið lögð fram.