146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Miðað við það sem ég get lesið úr fjármálaáætlun eru aukin framlög til heilbrigðismála, það er þá uppbygging Landspítala – háskólasjúkrahúss, byggingar þar o.s.frv. Þar fyrir utan er stöðnun á framlögum til málaflokksins. Það er engin raunaukning peninga umfram uppbyggingu bygginga, sérstaklega bygginga sem var búið að ákveða að fara í áður en þetta kjörtímabil hófst.

Mig langar til að spyrja: Er búið að ákveða að byggja upp eitthvað meira en þegar var búið að ákveða og menn höfðu þegar skuldbundið sig til? Fyrir utan það: Hvernig getur hv. þingmaður útskýrt að það sem eftir er sé viðbót til heilbrigðismála?