146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

orð heilbrigðisráðherra um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

[15:18]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Þann 26. mars síðastliðinn var því velt upp í ræðustól Alþingis hvort búið væri að gefa leyfi fyrir því að starfsemi Klíníkurinnar færi í gang og þann 23. mars spurðu nokkrir hv. þingmenn hæstv. heilbrigðisráðherra ítrekað hvort þessi leyfi hefðu verið gefin. Það er óhætt að segja að svör hæstv. heilbrigðisráðherra hafi verið afar loðin. Mér finnst jafnframt mjög alvarlegt þegar landlæknir þarf að stíga fram og tjá sig um málið með þeim hætti sem hann varð að gera í fréttum helgarinnar. Ég sem hv. þingmaður sem á sæti í hv. velferðarnefnd óska eftir að nefndin komi saman og fái gesti á sinn fund vegna þessa máls og að við fáum skýr svör um hvað sé hér á ferðinni. Það er kominn tími til þess. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)