146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég sé það ekki fyrir mér, lögin eru ekki beinlínis sett út frá stöðu í verslun á Íslandi eða í Reykjavík þessa stundina. Hins vegar er lagt til að sömu reglur gildi um sýnileika í almennum verslunum, þ.e. í matvöruverslunum o.s.frv., eins og um tóbak, þ.e. að ekki sé heimilt að hafa það sýnilegt. En á sama hátt og í tóbaksvarnalögum er lagt til að sömu reglur gildi um sérverslanir, þ.e. að þar sé bann á sýnileika ekki í gildi. Það er ekki, vil ég meina, í mínum verkahring sem heilbrigðisráðherra og meðan við leyfum sérverslanir með tóbaksvörur í tóbaksvarnalögum þá er það í valdi þeirra sem vilja setja slíkar verslanir á fót hversu margar þær eru eða hvar (Forseti hringir.) þær eru staðsettar svo lengi sem þær starfa innan laga og reglna.