146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

432. mál
[19:54]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Ókei. Nú er ég að misskilja þetta eitthvað allsvakalega. Í 2. gr. segir, með leyfi forseta:

„Varsla og meðferð tiltekinna efna og lyfja, sem talin eru upp í 1. gr. og notuð eru til að bæta líkamlega frammistöðu, er óheimil á íslensku forráðasvæði.“

Varsla — er þá ekki verið að tala um þann sem notar efnin, ef hann er með lyfin á sér eða notar þau? Og meðferð, notkun efnanna — felst ekki í því að sá sem notar efnin, hefur þau á sér og er tekinn með þau, sæti fangelsisrefsingu? Ef svo er ekki er ég að misskilja þetta. Getur hæstv. ráðherra fullvissað mig um réttan skilning í þessu?