146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:27]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Jú, það má nú ætla. Það er gjarnan sagt að verið sé að útrýma húmor með mismununartilskipunum. En megintilgangurinn er að uppruni grínsins sé ekki einhverjar staðalímyndir á grundvelli þjóðernis eða kynþáttar með niðrandi hætti. Þetta á sér stað víða í samfélaginu. Ég veit ekki hvort við útrýmum Hafnarfjarðarbröndurum með þessu. Í það minnsta er ákaflega mikilvægt að horft sé til þessa.