146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:23]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég vil bara taka undir þetta. Mér finnst það óeðlilegt þegar búið er að leita á náðir stjórnarandstöðunnar og alls þingsins um að taka þetta mál til umræðu, að þá hafi hæstv. ráðherra ekki tíma til að koma hingað. Það er nú grunsamlegt hvað þetta fellur ofan í útsendingu á Eurovision-keppninni. Ég býst við að það geti verið aðrar ástæður. En ég legg líka til að við tökum hlé meðan ráðherra er að koma sér í hús.