146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

tekjuhlið fjármálaáætlunar.

[15:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Er það ekki þannig í fjármálaáætluninni að tekjur vegna einsskiptisaðgerða má ekki nota í annað en að greiða niður skuldir? Ráðherra hefur líka sagt í Silfrinu að ekki verði hækkaður virðisaukaskattur á ferðaþjónustu og tekin upp komugjöld á sama tíma. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur nú til komugjöld. Er þá ekki ljóst að komugjöldin verða niðurstaðan og ráðherra verður beygð í duftið af eigin tindátum?

Þá spyr maður: Voru kostir og gallar komugjalda, sem skila mun minni tekjum en hækkun virðisaukaskattsins, ekki skoðaðir áður en fjármálaáætlun var lögð fram?

Ég hef áhyggjur af því að þessi einkavæðing á flugvellinum þar sem menn tala um áhættu — auðvitað fylgir einhver áhætta allri eign og uppbyggingu. En hér er vel rekið fyrirtæki sem skilar þar að auki hagnaði og stendur sjálft undir uppbyggingu sinni. Ef þetta eru (Forseti hringir.) rökin óttast ég að þetta sé einmitt leiðin sem nota á til að einkavæða frekar, og kannski enn verri hluti.