146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:20]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Oddnýju Harðardóttur fyrir andsvarið. Ég get tekið undir að það er orðið tímabært að koma á festu í þessum málum. Þá lít ég ekki bara til síðustu þriggja mánaða, ég lít til nokkurra ára. Ég held hins vegar og er sannfærð um að ávinningurinn, miðað við þann fjölda umsagna sem barst — því að ég get eingöngu litið svo langt til baka sem ég hef og það er framlagning þessarar áætlunar. Ég tel ábyrgt að taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram, ekki síst í ljósi þess að við höfum þann tíma í sumar sem um ræðir. En ég get fullyrt að ég mun leggja öll þau lóð á vogarskálarnar sem ég get til þess að komin verði festa á þessi mál loknu þessu rannsóknartímabili. Það kemur öllum til góða að svo verði.