146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[12:46]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langar að spyrja líka um byggðamál. Við komum nú bæði úr landsbyggðarkjördæmum. Sér hv. þingmaður einhver merki þess að það sé sókn í byggðamálum í fjármálaáætlun? Þá horfi ég auðvitað fyrst til þess sem mér er næst, það eru heilbrigðismálin sem hafa farið halloka undanfarin ár, bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu á sólarhringsvísu og heilsugæsluna, og síðan ýmis önnur atvinnutengd málefni, þ.e. í landbúnaði og í sjávarútvegi.