146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

523. mál
[18:29]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Málið er svo breytt eftir að dráttarbátar og lóðsbátar hafa verið felldir brott, tel ég, sem bryddaði upp á þessari umræðu upphaflega, að það gæti hugsanlega verið óeðlilegt að breyta lögunum er varðar þessi skip. Í augnablikinu á frumvarpið einungis við sólarlagsákvæði er varðar 30 brúttórúmlesta skipstjórnarpróf og svo vinnsluskip fiskeldisfyrirtækja. Tel ég miðað við þau rök sem komu fram í nefndinni og hjá þeim gestum sem komu þarna askvaðandi að þetta komi ekki til með að hætta öryggi neins að neinu marki eftir að lóðs- og dráttarskip og dráttarbátar falla brott. Ég get því stutt frumvarpið heilshugar.