146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

411. mál
[20:00]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þar sem mig langar að útskýra fyrir ykkur er breytingartillaga mín sem snýst um eigendur jarða sem falla utan þeirrar skilgreiningar að veita þjónustu á sinni jörð en jörðin verður fyrir átroðningi ferðamanna og í rauninni er eina heimildin sem þeir hafa að girða af jörð sína. Ég legg til að það sé möguleiki fyrir ráðherra, ef sýnt er fram á að engin þjónusta sé veitt á staðnum, að víkja frá kröfu um mótframlag að hámarki 8 millj. kr. Þetta girðir í rauninni fyrir göt sem fyrir eru í lögunum og aðstoðar fólk við það að það verði ekki fyrir skaða á jörðum sínum út af ferðamönnum. Ég mælist því til þess að fólk greiði hér atkvæði þvert á flokka, allir verði jákvæðir og fylgi ekki þessum skjölum sem flestir eru með hér inni.