jarðgöng undir Vaðlaheiði.
Virðulegi forseti. Ég styð þetta mál af þeirri einföldu ástæðu að það er fáránlegt að gera ekkert áfram í þessari framkvæmd sem er í gangi. Ég kom inn á það í umræðum um málið á sínum tíma að ég vildi óska þess að við tækjum málið okkur umhugsunar og lærðum aðeins af því, settumst aðeins yfir hvort það sé endilega rétt að ríkið fari í mikið samkrull með einkafjármagninu þegar kemur að samgöngubótum, og raunar yfir höfuð þarf að skoða þetta vel, sérstaklega þegar kemur að jafn miklum innviðum og vegakerfið okkar er. Ég vonast til þess að við reynum að læra aðeins af þessu máli.