146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:15]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fæ varla orða bundist eftir að hafa hlýtt hér á hæstv. ráðherra setja sig á háan hest gagnvart Alþingi vegna þess að nokkrir þingmenn sjá ástæðu til að tjá sig um málið við afgreiðslu þess og láta eins og hér hafi bara ekkert verið talað að ráði um málið. 86 ræður voru haldnar í þessum sal. 86 ræður í sex og hálfa klukkustund um þetta mál. Það var tekið fyrir á sjö fundum í þingnefnd. Það komu inn 22 athugasemdir sérfræðinga utan úr bæ. Nefndin vann málið til betri vegar. Ég ætla að biðja hæstv. ráðherra að nálgast málið af meiri auðmýkt vitandi að hann skilaði því illa frágengnu til þingsins og það er að komast í gegn út á náð og miskunn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)