146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn.

413. mál
[00:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að þetta mál sé komið hér til afgreiðslu. Það hefur verið góð samstaða um málið í utanríkismálanefnd og var fagnaðarefni að það gekk hratt fyrir sig. Ég vil minna á að það var hæstv. forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir, sem kom fyrst með þetta mál inn í þingið, vakti athygli á því á síðasta kjörtímabili og ber að þakka henni fyrir að hafa haft frumkvæði að því.

(Forseti (UBK): Forseti þakkar sérstaklega fyrir þessa atkvæðaskýringu.)