147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[10:52]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er vissulega rétt hjá hv. þingmanni, það hafa orðið breytingar. Fjárlaganefnd hefur verið upplýst um þær og þingmenn almennt. Það er gerð grein fyrir því — ég er nú ekki með blaðsíðutalið alveg í kollinum — hverjar þær eru. Það er því í sjálfu sér einfalt að sjá það sem þegar er komið. Það hafa bæði verið meiri tekjur en jafnframt meiri útgjöld á ákveðnum sviðum. En þetta sýnir að prósentutölur geta stundum verið varasamar. Maður verður þá að vita af hverju við erum að taka prósentur. Þess vegna miðuðum við við fjárlögin sjálf en ekki til dæmis vænt lokafjárlög sem verða samþykkt síðar.