147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:14]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla nú bara að minna á að langstærsti hluti eigna hér á Íslandi er í höndum ríkisins, í höndum sveitarfélaga og lífeyrissjóða. Gefið er í skyn að það sé bara fámennur hópur manna sem eigi hér allar eignir á Íslandi. Það er rangt. En ég ætla hins vegar að benda á dæmi um sóun. Ég held að það sé mikil sóun fólgin í því að beita þeim úrræðum að vista fólk á sjúkrahúsi, eldri borgara, sem þarf ekki á sjúkrahúsvist að halda heldur bara almennri umönnun á hjúkrunarheimili, vegna þess að okkur hefur láðst að fjárfesta í hjúkrunarheimilum. Það kalla ég sóun. Það er sóun líklegast upp á 80–100 þúsund kr. á dag (Forseti hringir.) á hvern einstakling sem þetta á við um. Það er dæmi um sóun í kerfinu. (Gripið fram í.)

(Forseti (NicM): Ræðumaður hefur orðið.)