147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:43]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Kristallast þetta ekki bara í orðum hæstv. velferðarráðherra hér í gær? Hægri hagstjórn og vinstri velferð — við höfum séð hvernig þeim flokkum sem hafa reynt að taka það upp hér, hina svokölluðu þriðju leið, hefur farnast. Ég held að þetta sé mjög varasamur hugsunarháttur. Hægri hagstjórn, hvað er það? Eru það skattalækkanir? Hvernig ætlum við þá að fara að því að búa til betri heim fyrir okkur? Á sama tíma sjáum við svo í raun skattahækkanir. Mín tilfinning er sú að það sé mótsagnarkennt sem við horfumst í augu við hér. Það verður gaman að reyna að greiða úr þeirri flækju þegar við förum að vinna við þetta í nefndunum.