147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

almenn hegningarlög.

111. mál
[15:03]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir ræðuna. Mig langar að inna hana eftir svipuðum sjónarmiðum og ég spurði hæstv. forseta um. Í 4. kafla þessar ágætu greinargerðar koma fram fullyrðingar sem skilja mætti sem svo að verði þetta frumvarp að lögum og ekkert annað gerist í lengri tíma erum við búin að taka ákveðin borgararéttindi t.d. af þeim mönnum sem nú afplána dóm lengri en eitt ár.

Mig langar að spyrja hana hvort hún sé sammála því mati sem fram kemur í greinargerðinni, að það eitt og sér yrði ekki gott ef það yrði varanlegt ástand. Mig langar líka að spyrja hana hvort hún muni leggja á það áherslu að þessi mál verði kláruð sem fyrst, þ.e. annar áfangi þessarar endurskoðunar verði búinn. Hversu langur tími er boðlegur sem menn sem afplánað hafa dóm sem er lengri en eitt ár geta ekki boðið sig fram til Alþingis?