147. löggjafarþing — 7. fundur,  26. sept. 2017.

almenn hegningarlög.

111. mál
[23:34]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar bara að athuga hvort ég skilji það rétt af því að nú hefur Bergur Þór, faðir Nínu, haft hátt í allt sumar og landsmenn tekið undir, til þess að lögum um uppreist æru og hvernig ráðuneytin hafa farið með það, verði breytt. Mér heyrist alla vega á orðum ráðherra að hún hafi hugsað sjálf strax í vor, í maí: Já, ég ætla að breyta þessu, ég ætla að breyta þessu. Samt sem áður kynnir ráðherra ekki þær hugmyndir fyrr en Bergur Þór og þolendur kynferðisofbeldis eru búin að hafa hátt í tvo mánuði.

Ég vil fá bara fá það á hreint hvort mótmæli þolenda kynferðisafbrota í allt sumar hafi ekki haft neitt með það að gera að ráðherra ákvað að breyta þyrfti lögunum. Það hafi bara verið það að ráðherra ætlaði að gera þetta sjálf. Er það ekkert að þakka þolendum kynferðisafbrota að þau höfðu hátt að þessu máli sé að ljúka núna?