148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:50]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar að hafa ekki ávarpað þig sem háttvirta hér áðan, ég sagði víst þú, og var bent á það.

Mér vitanlega er þetta ekki svona því að þetta kerfi sem hefur með losunarheimildirnar að gera hefur með losunarheimildir til fyrirtækja að gera, þannig að það er verslun á hinum evrópska markaði með þær og við það gengur þetta kaupum og sölum. Við erum ekki að selja frá okkur heimildir heldur er þetta kerfi sem gengur kaupum og sölum á milli fyrirtækja þegar fyrirtækin þurfa í rauninni að kaupa sér umframheimildir til að standa við sínar skuldbindingar sem þetta fjármagnar þau til, og það rennur hingað til okkar. Þetta er fjármagn sem er að koma inn til okkar en við erum ekki að gefa frá okkur heimildir.