148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[15:30]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Eins og ég hef sagt eigum við að sjálfsögðu að klára þetta mál. Ég skil alveg að þegar verið er að vinna svona mál skuli vissri málamiðlun komið á og það verða aldrei allir sem fá allt sem þeir vilja. Öryrkjabandalag Íslands kom með mjög ítarlega umsögn um málið þar sem vinnubrögð voru gagnrýnd og skortur á mati á áhrifum frumvarpsins o.fl., sem er allt í lagi að skoða. Það þarf að passa upp á að allt sé eins og það á að vera og aðallega að þetta hafi ekki nein neikvæð áhrif á hópa. Maður er náttúrlega dálítið var um sig þegar maður hefur orðið vitni að stórum leiðréttingum eins og voru gerðar fyrr á árinu þegar mistök sem urðu við lagagerð, af því að það var verið að flýta sér, voru leiðrétt afturvirkt. Það er eitthvað sem mér skilst að sé dálítið íslenskt fyrirbæri. Það þekkist alla vega ekki í nágrannalöndum okkar að gert sé jafn mikið af mistökum í lagagerðum og á þessu þingi. Það er áhyggjuefni. Auðvitað viljum við klára þetta, en við viljum gera það vel. Við viljum passa að við gerum þetta vel.