148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[13:56]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt, en orðalagið gefur til kynna að það væri hægt að túlka þetta öðruvísi og þess vegna er mjög nauðsynlegt að taka á þessu orðalagi þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að lækkun lífeyrisskuldbindinganna gangi ekki í gegn í rauninni andvirði eignanna sem seldar eru.

Annað sem ég hef við þetta að athuga er hvort það sé sambærileg upplýsingaskylda á því hvernig söluferli þessara eigna er innan þessa lífeyrissjóðs miðað við hvernig það er innan Lindarhvols, hvort þar eigi við eitthvert annað ferli eða gagnsæi varðandi þessar eignir. Ég hef áhyggjur af því að það séu ekki eins miklar skyldur um opin uppboð og því um líkt og hver veit þá hvernig og af hverju viðkomandi eignir eru seldar á ákveðnu verði.