148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[14:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur ekki mjög miklu verið ráðstafað af varasjóðum. Það eru annars vegar varasjóðir inni á málasviðunum en hins vegar er til ráðstöfunar almennur varasjóður sem ég vék að í framsögu minni. Það gilda mjög svipuð sjónarmið um ráðstöfun úr almennum varasjóði og á við um fjáraukann og kannski einmitt með vísan í það að slíkur varasjóður er til er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði minna um tilefni til að fara fram á fjárheimildir í fjáraukalögum.

Við höfum hins vegar kannski ekki mótað þá reglu og ekki er heldur hægt að leiða hana skýrt af lögum að það sé eingöngu þegar varasjóðurinn hefur verið fullnýttur og með öllu tæmdur sem rétt sé að grípa til fjáraukalagaheimilda.