148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:52]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Ég hugsa að ég styðji þessa breytingartillögu mína. Hér er um að ræða viðbótarhækkun á kolefnisgjaldi umfram áform ríkisstjórnarinnar en í takt við þær hækkanir sem kynntar voru í því fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram síðastliðið haust. Það er alveg ljóst að við þurfum meiri metnað ef við ætlum að ná árangri í loftslagsmálum. Þessar hækkanir eru mjög í takt við stefnu eins af stjórnarflokkunum frá síðasta þingi. Ég held að mjög mikilvægt sé að stíga þetta skref ef við ætlum að forðast þær mögulegu álögur sem geta lagst á okkur vegna uppkaupa á loftslagsheimildum ef við náum ekki þeim markmiðum sem við höfum sett okkur fyrir árið 2030.