148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:21]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hérna eru fullt af góðum málum. Við þyrftum alveg tvímælalaust meiri tíma í þetta. Í fyrsta lagi stefnan sem ég talaði um áðan, það að koma henni að í framhaldi, hvernig Alþingi kemur að stefnunni í fjármálaáætluninni er eitthvað sem við þyrftum að tala betur um. Er hægt að gera breytingartillögu til forgangsröðunar eða fleiri verkefna eða sjá listann eða eitthvað því um líkt?

Varðandi náttúrulögmálið er einmitt það sem ég er að reyna að koma inn á. Reglurnar eiga samt að vera þá náttúrulögmálið sem við förum eftir. Við eigum í því vandamáli að við búum ekki til reglurnar þannig að þær geti passað nægilega vel við raunveruleikann. Náttúrulögmálið hjá okkur er að fara eftir reglunum sem við setjum okkur. Mér finnst rosalega mikilvægt að huga að því.

Varðandi rammann, þessi gamli rammi, 2017-ramminn, er rosalega ógagnsær í allri yfirferðinni á fjárlögunum og hefur verið það að því ég sé hingað til. Þetta er rosalega stór umræða sem við eigum eftir að hafa hérna á allt of stuttum tíma.