148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:24]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að mörkin liggi þar sem hv. þingmaður nefndi, þ.e. annars vegar í kringum það sem Parísarsamkomulagið fjallar um. Hins vegar liggja einhver efri mörk í tengslum við þá útlosun sem kemur frá landnotkun að teknu tilliti til þess hvað loftslagssamningurinn gerir kröfur um að tilkynnt sé um. Það þarf að skoða það í þessu samhengi, en ég held að mörkin liggi u.þ.b. þar.