148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:58]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hæstv. umhverfisráðherra kom á fund fjárlaganefndar og sagði að hann væri ekki stoltur af þeim tölum sem ætti að setja í þann mikilvæga málaflokk sem heitir loftslagsmál. Miðflokkurinn vill að sjálfsögðu styðja við bakið á hæstv. umhverfisráðherra í þessu máli og leggur til að bætt verði í og settar aukalega 100 milljónir til Skógræktar ríkisins og 100 milljónir til Landgræðslu ríkisins svo berjast megi gegn þessum loftslagsáhrifum sem við öll höfum áhyggjur af.

Þingmaðurinn segir já.