148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög einföld breyting til handa sjúkrahúsunum í landinu, bæði Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsinu á Akureyri, til að treysta rekstur þeirra, fyrir viðhaldi og uppbyggingu á mygluðum húsum sem og kaupum á tækjum og tólum. Við höfum enga ástæðu til að efast um þær greinargerðir sem við höfum fengið frá háskólanum um þessar upphæðir þannig að það er mjög einfalt val að ýta á já.