148. löggjafarþing — 11. fundur,  28. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[16:36]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú einfaldlega þannig í mannlegu félagi að það getur auðvitað af minna tilefni en þessu skapast réttarágreiningur. Þá væri það á færi dómstóla að skera úr um. Ég myndi vilja að dómstólar hefðu þá leiðbeiningu frá flutningsmanni þessarar tillögu úr ræðustól Alþingis að það væri hans skilningur eins og ég sagði áðan, að þeir sem væru í þessari aðstöðu að hafa verið krafðir um fjármagnstekjuskatt af vöxtum af inneignum sem hefðu stofnast til með þessum hætti, að um endurgreiðslu á slíkum ofteknum skatti færi samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem áður var vitnað til, nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.

Annars vil ég nota tækifærið og þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir einkar góð orð sem féllu hér af hans hálfu.