148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:46]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta fjárlagafrumvarp er eins og önnur fjárlagafrumvörp, það er margt gott í því og annað miður. Það er rétt að halda því til haga að jafnvægi milli útgjalda og tekna er kannski ekki eins og æskilegt væri.

Ég vil nota þetta tækifæri hér til að brýna hæstv. ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutann í að standa við það að eiga betra og nánara samstarf við minni hlutann í störfum og fara að þeim reglum sem um þessa vinnu gilda. Við þurfum öll að hjálpast að við að bæta vinnubrögðin. Minni hlutinn mun taka þátt í því en til þess þarf stjórnin að leggja sitt af mörkum.