148. löggjafarþing — 12. fundur,  30. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[00:05]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Við höfum séð margt skrýtið frá sjálfvirkum takkaýturum stjórnarliðsins í dag en ekkert eins undarlegt og þá afstöðu sem birtist hjá hv. þingmönnum Framsóknarflokksins í þessu máli gagnvart þessari tillögu. Sá flokkur hefur í tvígang sett það á oddinn í kosningabaráttu, bæði 2017 og 2016, að einmitt þetta yrði gert sem hér er lagt til — og hér greiðir gervallur þingflokkur Framsóknarflokksins atkvæði gegn þessu.

Ég geri mér grein fyrir því, herra forseti, að hæstv. fjármálaráðherra þykir örugglega undarlegt að sjá að stjórnarandstaðan greiðir ekki öll atkvæði eins í þessu máli en það er vegna þess að stjórnarandstöðuflokkarnir eru hver með sína stefnu. Hæstv. fjármálaráðherra ætti kannski að prófa það einhvern tímann, [Hlátur í þingsal.] að vera með stefnu, ekki mun Framsóknarflokkurinn sjá um það.