148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

framhaldsfundir Alþingis.

[15:01]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Forseti Íslands gjörir kunnugt:

„Ég hefi ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 22. janúar 2018 kl. 15.00.

Gjört í Reykjavík, 16. janúar 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.

 

____________________

Katrín Jakobsdóttir.

 

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Ég býð í framhaldinu hæstv. forseta þings og hv. alþingismenn velkomna til starfa að nýju og hlakka til samstarfsins fram undan á næstu mánuðum.