148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmenn og ráðherrar þurfi að kynna sér þetta aðeins betur því að hérna er önnur fyrirspurn til félags- og jafnréttismálaráðherra og einnig er í vinnslu fyrirspurn til Alþingis um þann þátt sem snýr að þinginu.

Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt ef ekki er haldið utan um þær ábendingar sem komu fram í rannsóknarskýrslum Alþingis til viðeigandi ráðuneyta, ekki haldið utan um hvernig þeim málum vindur fram. Þessi gögn hljóta bara að liggja fyrir. Það þarf ekkert kostnaðarmat eða neitt þannig því að það er væntanlega verið að taka ákveðin skref í áttina að því að uppfylla þessar ábendingar. Ef ég er að frétta það núna að það sé ekkert svoleiðis er markmið skýrslunnar dálítið komið fram. Það er ekki verið að gera neitt með þessar ábendingar. Þeim mun meiri þörf er fyrir þessa skýrslubeiðni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)