148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:56]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með að hv. þm. Björn Leví Gunnarsson skyldi ekki taka betur í það að við gætum sameinast um að hafa forræði á málinu hjá Alþingi, hjá löggjafanum, í staðinn fyrir að leita til framkvæmdarvaldsins. Mér finnst það satt að segja undarlegt og kemur mér á óvart að slík tillaga skuli koma frá Pírötum af öllum, að treysta á framkvæmdarvaldið til að fara yfir og meta það hvort og hvernig menn hafa farið eftir ábendingum sem komu fram í skýrslum rannsóknarnefnda Alþingis.

Ég ítreka: Er ekki betra að við reynum að ná saman? Ekki nema markmiðið sé eitthvert allt annað en gefið er í skyn í skýrslubeiðninni.