148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

birting dagskrár þingfunda.

[14:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill af þessu tilefni taka fram að oft er þetta réttmæt gagnrýni en hún á ekki mjög vel við í þessu tilviki því að dagskrá þessa fundar sem fer fram í dag lá fyrir á föstudag. (Gripið fram í.) Já, og dagskrá morgundagsins og það sem eftir lifir vikunnar var kynnt á fundum með formönnum þingflokka og í forsætisnefnd (HallM: Ekki hvaða þingmannamál …) núna um hádegisbilið þannig að …(HallM: Ekki hvaða …) Forseti ætlar ekki að standa í spjalli við hv. þingmann (HallM: Fyrirgefðu.) en þetta er hin formlega hlið á málinu, hér var staðið að verki með algerlega hefðbundnum hætti og dagskrá þriðjudagsins reyndar, af því að ekki var þingfundur á mánudag, lá fyrir þegar á föstudag. Í gær var eins og kunnugt er þingflokksfundadagur og þar af leiðandi ekki hefðbundinn þingfundur.