148. löggjafarþing — 19. fundur,  31. jan. 2018.

um fundarstjórn.

[15:43]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti ætlar ekki inn í efnisumræður um einstök tilvik af þessu tagi en vill bara almennt segja að það þarf að ná samkomulagi og finna tíma sem hentar báðum aðilum þegar málshefjandi og ráðherra eiga orðaskipti í sérstökum umræðum. Þingið og þingfundaskrifstofa aðstoða við að koma slíkum samskiptum á og fram að þessu hefur það gengið vel.