148. löggjafarþing — 19. fundur,  31. jan. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

64. mál
[18:47]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Takk fyrir þetta. Ég hef samt svolitlar áhyggjur af því að áhrifin af þeim breytingartillögum sem framsögumaður talar fyrir séu ekki nógu vel metin, eins og hv. þm. Smári McCarthy tók undir. Ég hef áhyggjur af því hvort þetta hafi verið verðmetið, hvort áhrifin hafi verið metin nægilega vel. Þó að tryggt sé að náð sé í allar vörur held ég að þessar breytingar leiði það af sér að þetta verði erfitt í byggðalegu tilliti. Ég held að það geti orðið svolítið erfitt.

Ég ætlaði að bara að vekja athygli á þessu. Ég held að taka verði tillit til afstöðu bænda hverju sinni.