148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[10:49]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson sagði hér í pontu rétt áðan: Eftir dómsorðinu er farið. Jú, jú, það má halda því fram, en skaðinn er skeður. Skipan dómara stendur þrátt fyrir að ráðherra hafi ekki farið að lögum við skipunina. Dómskerfið er rúið trausti og hér stöndum við og vitum ekki hvort við getum treyst orðum dómsmálaráðherra, sem trúir því augljóslega að hún viti betur en allir aðrir hver hin rétta túlkun á stjórnsýslulögum sé og þurfi greinilega ekki að endurskoða allrækilega hvernig hún hagar störfum sínum sem ráðherra.

Herra forseti. Við það ástand verður ekki búið.