148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

19. mál
[16:29]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég meina ekkert slæmt með þeim orðum, ég er stundvís maður og verð ógeðslega pirraður ef ég er of seinn að ná í dóttur mína í leikskóla, þannig að það er eina ástæðan fyrir því að ég er dálítið stuttur í spuna. (Gripið fram í.) Ég bað forseta vinsamlegast um að færa málið með hinum tveimur málunum sem ég flutti hér fyrr í dag, það hefði verið mjög auðvelt að laga það vandamál.

Ég hugsaði um það þegar ég samdi frumvarpið að útvíkka réttindin, en ég sá enga gerlega leið til þess að skylda almenna markaðinn í rauninni til að halda störfum opnum í tíu ár og þar af leiðandi jafna réttinn. Þannig að ég get ekki gefið meira svar við því. Ef það er engin sjáanleg lausn, þá hef ég enga gáfulega uppástungu hvað það varðar. Ég hef í rauninni ekkert meira um það að segja.