148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:54]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta að minnsta kosti mjög áhugavert og ég held að hv. þingmaður ætti að fara með þetta lengra og við í atvinnunefnd jafnvel að skoða þetta. Ég veit ekki hvaða fleiri nefndir gæti þurfti til, bara til að fá fram tölfræðina, hvað þetta þýðir. Svo getum við rætt hvort um sanngirnismál sé að ræða og aðra þætti. En þetta er klárlega stórt og mikið byggðamál og mikilvægt fyrir stór landsvæði. Mér finnst þetta mjög áhugaverð umræða sem hv. þingmaður kemur með hér inn í þingsal. Ég held við eigum að skoða þetta enn frekar í framhaldinu.