148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur.

168. mál
[13:39]
Horfa

Flm. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Önnu Kolbrúnu Árnadóttur fyrir þetta andsvar. Að sjálfsögðu erum við sammála. Þetta er í mínum huga fallið til þess að þétta öryggisnetið á landinu fyrir flugvelli og auka samgöngur. Og eins og þingmaðurinn kom inn á eru rýmri gáttir inn í landið það sem framtíðin ætti að bera í skauti sér.

Það hefur ýmislegt verið rætt í þessum málum og komu fram hugmyndir um að lenda á Egilsstöðum hér fyrir nokkrum árum, að beina erlendu ferðafólki þangað. En ekki varð úr því vegna ýmissa mála eins og móttöku á ferðamönnum á svæðinu og einnig vegna eldsneytiskostnaðar. Það er kannski nokkuð sem þyrfti að beina til þeirra sem þar eiga hlut að máli er varðar eldsneytiskostnað og verður gaman að taka umræðu um það. Þá kemur upp nafn á fyrirtæki eins og Isavia.

Já, ég er sammála þingmanninum.