148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[16:30]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hugsanlegt að ástæða þessa skutlarahóps sé sú að þarna sjái menn tækifæri til þess að ná sér í einhvern pening fyrir miklu minni tilkostnað en sem fylgir því að gera það með löglegum og eðlilegum hætti, en eins og ég nefndi fylgir því töluverður kostnaður að vera leigubifreiðarstjóri. Það er líka spurning hvort ekki sé rétt leið í þessu að sammælast um að lækka gjöld á leigubílaakstur í því augnamiði að lækka verðið. Við höfum úrræði. Við gætum t.d. leyft í gegnum regluverkið að leigubílstjórar fengju að taka t.d. litaða olíu á bílana sem er mun ódýrari. Það væri liður í því að lækka kostnað.