148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[14:06]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir þetta. Þetta er stórmál með intersexeinstaklinga og rétt þeirra til að ákvarða sjálfir í hvorn flokkinn þeir falla eða hvort þeir ætli sér að falla í einhvern flokk þegar að því kemur.

Annað sem má kannski nefna í þessu samhengi, því hv. þm. Guðmundur Ingi Kristinsson nefndi það áðan hvort foreldrar ættu að geta tekið óafturkræfar ákvarðanir, t.d. þegar við heimilum foreldrum að neita að láta bólusetja börn sem getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir þessi börn. Við vitum að í heilbrigðiskerfinu tíðkast aðgerðir á börnum, eins og kirtlatökur, þar sem er að minnsta kosti umdeilanlegt hvort velferð barnsins sé alltaf og fyrst og fremst höfð að leiðarljósi.