148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni.

244. mál
[17:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka ráðherra fyrir að hafa komist yfir allar spurningarnar á svona stuttum tíma. Það er ákveðið afrek að ná að ramma þessar sex spurningar inn og fimm í fyrirspurninni á undan á þessum fimm mínútum. Geri aðrir betur.

Spurningin sem ég ætlaði að koma með er það sem ég hef upplifað dálítið á minni ævi, ég hef búið úti á landi, að þar var heimilislæknir í hverju plássi, alla vega þeim plássum sem ég bjó í, en ekki í dag. Ég velti fyrir mér: Af hverju við gátum gert þetta þá en ekki núna?