148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:49]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er ekki leikur í einhverri pólitískri refskák. Það skilur bara eftir óbragð í munni hvernig var farið að þessari dómaraskipan. Hún leiðir af sér tortryggni og efasemdir um heilindi ráðherra hvort sem sú tortryggni á rétt á sér eða ekki. Það skiptir ekki máli. Tortryggnin er til staðar. Vantraustið er til staðar. Það er vandamálið.

Dómsmálaráðherra ber ábyrgð á þessu, ákvörðunin var hennar og nú þarf hún rétt eins og við öll að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Eða ætlum við að skýla henni? Ætlum við að skýla henni fyrir því að þurfa að taka ábyrgð á þessu?