148. löggjafarþing — 37. fundur,  8. mars 2018.

starfsemi og eftirlit Fiskistofu.

347. mál
[11:17]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fagna þessari skýrslubeiðni. Ég hafði lýst því yfir opinberlega að ég hygðist láta fara fram úttekt á stjórnsýslu og rekstri Fiskistofu. Í ljósi þess að ég geri ráð fyrir því að skýrslubeiðnin verði samþykkt hyggst ég draga til baka áform mín, a.m.k. um sinn, þar sem þá yrði hreinlega um tvíverknað að ræða.

En ég lýsi enn og aftur yfir stuðningi við skýrslubeiðna og tel að hún geti orðið gott innlegg í það nauðsynlega verk sem var fram undan er varðandi endurskoðun á lögum um vigtun sjávarafla. Unnið hefur verið að því í tíð fjögurra síðustu sjávarútvegsráðherra þannig að málið er snúið. Ég vænti þess að þetta verk geti orðið gott innlegg í þá vinnu sem fram undan er.