148. löggjafarþing — 38. fundur,  8. mars 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[12:12]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þá umræðu sem hér fer fram. Mig langar til að spyrja framsögumann. Það atriði sem menn munu eflaust ræða í þessu samhengi er áhrif mögulegrar lækkunar fasteignaverðs á markaði, hvort þar verði höfð af lántakendum möguleg lækkun höfuðstóls lána nái þetta fram. Hefur framsögumaður eitthvað skoðað hvort þessi áhrif jafni sig yfir lengri tíma eða metur hann það stórt áhættuatriði hvað málið allt varðar að fasteignaeigendur, skuldarar verðtryggðra lána, verði af lækkun höfuðstóls lána komi lækkunaráhrif fram á markaði? Þá er ég að horfa á það yfir lengri tíma en ekki til skamms tíma.